Fréttir (Síða 14)

Fyrirsagnalisti

6. júní, 2019 Fréttir : Nýræktarstyrki 2019 hljóta Auður Stefánsdóttir fyrir barnabókina Í gegnum þokuna og Kristján H. Guðmundsson fyrir smásagnasafnið Afkvæni

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi.

Nánar

22. maí, 2019 Fréttir : Barna- og ungmennabókasjóðurinn Auður. Úthlutað í fyrsta sinn!

Alls hlutu 20 verk styrki að þessu sinni; langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli. 

Nánar

22. maí, 2019 Fréttir : Eva Rún Snorradóttir hlýtur Maístjörnuna fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2018. 

Nánar

17. maí, 2019 Fréttir : Úthlutun útgáfustyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2019

Meðal þeirra 43 verka sem hljóta úgáfustyrki í ár eru Fjörmeti - tínsla, verkun og matreiðsla matþörunga, Sumardvöl barna í sveit, Reykholt í ljósi fornleifanna, rafræn þýsk orðabók, Smásögur heimsins IV - Afríka og Hulda Hákon.

Nánar

9. maí, 2019 Fréttir : Styrkir veittir til þýðinga úr átta tungumálum; ensku, forngrísku, frönsku, spænsku, tékknesku, rússnesku, þýsku og japönsku

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar nú 10 milljónum króna í 27 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins. 

Nánar
Thydendur-og-skipuleggjendur-thydendathingsins

9. maí, 2019 Þýðendaþing 2019 : Íslenskan var alþjóðatungumál á vel heppnuðu þýðendaþingi í Veröld, húsi Vigdísar

Á þinginu komu saman 18 þýðendur frá 10 málsvæðum jafnt reyndir þýðendur og nýir. Tungumálin sem þeir þýða á pólska, tékkneska, norska, sænska, danska, enska, rússneska, lettneska, þýska og ítalska. 

Nánar

3. maí, 2019 Fréttir : Orðstír 2019. Þýðendurnir Silvia Cosimini og John Swedenmark hljóta viðurkenninguna í ár

Heiðursverðlaun þýðenda íslenskra bókmennta á erlendar tungur, veitt í þriðja sinn á Bessastöðum.

Nánar

4. apríl, 2019 Fréttir : Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn og Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur eru tilnefndar fyrir Íslands hönd.

Nánar

3. apríl, 2019 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega til að styðja við útgáfu skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum.

Nánar

3. apríl, 2019 Fréttir : Ríflega hundrað bækur þýddar úr íslensku á pólsku!

Fyrsta þýðingin úr íslensku á pólsku var Edda sem gefin var út árið 1807 í Póllandi.

Nánar

7. mars, 2019 Fréttir : Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar á árinu 2018

Bókmenntaverk og höfundar þeirra hlutu ýmis verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári og hér má sjá yfirlit yfir þau helstu.

Nánar

5. mars, 2019 Fréttir : Fimmtán bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók.

Nánar

5. mars, 2019 Fréttir : Enski kynningarbæklingurinn 2019 kominn út!

Í bæklingnum má lesa um bækur fyrir alla aldurshópa, bækur eftir unga, upprennandi höfunda, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa keypt þýðingaréttinn á. 

Nánar

5. mars, 2019 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 12.-14. mars

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70 og verið öll velkomin!

Nánar
Síða 14 af 45

Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir