Fréttir (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

1. mars, 2019 Fréttir : Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, fyrir bækurnar Elín, ýmislegt og Kóngulær í sýningargluggum.

Nánar

20. febrúar, 2019 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki og styrki til útgáfu barna- og ungmennabóka - umsóknarfrestur 19. mars!

Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um styrki úr nýjum sjóði til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku, auk útgáfustyrkja og þýðingastyrkja. Umsóknarfrestur um alla styrkina er til 19. mars 2019.

Nánar

30. janúar, 2019 Fréttir : Þau hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár!

Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini, Sigrún Eldjárn fyrir Silfurlykilinn og höfundar Flóru Íslands þau Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg.

Nánar
Tina-a-radstefnu

11. janúar, 2019 Fréttir : Íslendingar tjá sig með sögum. Tina Flecken þýðandi

„Fyrir höfunda sem koma frá svo smáu málsvæði þá eru þýðingar lífsnauðsyn, bæði út frá bókmenntalegum og jafnvel einnig fjárhagslegum sjónarmiðum. En mitt verkefni er fyrst og fremst að koma íslenskum bókmenntum á framfæri hér í Þýskalandi“ segir þýðandinn Tina Flecken í viðtali við Magnús Guðmundsson.

Nánar

18. desember, 2018 Fréttir : Tuttugu milljónum úthlutað til þýðinga á íslensku. Sífelld fjölgun umsókna og veittra styrkja.

79% landsmanna finnst mikilvægt að láta þýða erlendar bækur á íslensku.

 

Nánar

13. desember, 2018 Fréttir : Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum. Konur lesa meira en karlar.

Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir.

Nánar

7. desember, 2018 Fréttir : Læknaði heimþrána með því að þýða, en getur ekki hætt. Erik Skyum-Nielsen þýðandi.

„Fyrir mér er þetta starf hreint út sagt fíkn þar sem ég er fyrst og fremst notandi. Þegar ég sneri til Danmerkur eftir mína Íslandsdvöl á sínum tíma læknaði ég heimþrána með því að þýða, en mér er alveg fyrirmunað að hætta“ segir danski þýðandinn Erik Skyum-Nielsen í viðtali við Magnús Guðmundsson fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta.

Nánar
Tilnefndar-allar

4. desember, 2018 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2019

Níu bækur tilnefndar í þremur flokkum: barna- og unglingabókmennta, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns eðlis.

Nánar

3. desember, 2018 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018

Tilkynnt var um tilnefningarnar á Kjarvalsstöðum 1. desember. 15 bækur eru tilnefndar í þremur flokkum.

Nánar

21. nóvember, 2018 Fréttir : Leiðin til nýrra lesenda

Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim.

Nánar
Síða 15 af 44

Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir