Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

23. ágúst, 2012 Fréttir : Íslenskir rithöfundar á erlendri grundu

Íslenskar bókmenntir eru víða áberandi á erlendum vettvangi um þessar mundir. Íslenskir rithöfundar hafa komið töluvert við sögu  á bókmenntahátíðinni í Edinborg. Það styttist einnig í bókasýninguna í Gautaborg, þar sem átta íslenskir rithöfundar munu koma fram.

Nánar

16. ágúst, 2012 Fréttir : Bókmenntaviðburðir á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin í sautjánda sinn þann 18. ágúst. Menningarlíf borgarinnar tekur við það mikinn fjörkipp á og verður hægt að velja úr fjölbreyttum bókmenntaviðburðum í miðborg Reykjavíkur.

Nánar

3. ágúst, 2012 Fréttir : Auður Ava tilnefnd til franskra bókmenntaverðlauna

Óútkomin frönsk þýðing skáldsögunnar Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur var nýverið tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna Prix du Roman Fnac.

Nánar

3. maí, 2012 Fréttir : Dulræn saga úr hversdagslífinu

„Bónusstelpan er sprottin upp úr hversdagslífinu,“ segir Ragna Sigurðardóttir um skáldsögu sína, Bónusstelpuna. Bókin er byggð á ríkum grunni trúar á dulræn málefni hér á landi.

Nánar

3. maí, 2012 Fréttir : Hollensk þýðing Snorra-Eddu verðlaunuð

Þýðandinn Marcel Otten hlaut nýverið hollensk þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu. Verðlaunin eru veitt þýðingum sem þykja skara fram úr á hollenskum bókamarkaði.

Nánar

18. apríl, 2012 Fréttir : Húslestrar á Listahátíð 2012

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra á Listahátíð í Reykjavík. Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku

Nánar

18. apríl, 2012 Fréttir : Kristín Ómarsdóttir mærð í Vesturheimi

„Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta,“ segir bandarískur gagnrýnandi um nýútkomna enska þýðingu skáldsögunnar Hér.

Nánar

16. apríl, 2012 Fréttir : Útrásin sem tókst? – Málþing í Norræna húsinu

Föstudaginn 20. apríl verður haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af viku bókarinnar.

Nánar

13. apríl, 2012 Fréttir : Rökkurbýsnir í lokaúrvali breskra bókmenntaverðlauna

Ensk þýðing skáldsögunnar Rökkurbýsnir eftir Sjón hefur komist í lokaúrval bresku bókmenntaverðlaunanna Independent Foreign Fiction Prize.

Nánar

13. apríl, 2012 Fréttir : Gyrðir tilnefndur til Jean Monnet-verðlaunanna í Frakklandi

Í vikunni var tilkynnt hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Jean Monnet bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

Nánar

12. apríl, 2012 Fréttir : Jón Kalman tilnefndur til ítalskra bókmenntaverðlauna

Jón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til  hinna virtu ítölsku bókmenntaverðlauna Premi Bottari Lattes Grinzane.

Nánar

20. mars, 2012 Fréttir : Íslenskur teiknari tilnefndur til Þýsku barnabókaverðlaunanna

Barnabókin Frerk, du Zwerg!, með myndskreytingum Ránar Flygenring, hefur verið tilnefnd til Þýsku barnabókaverðlaunanna.

Nánar

16. mars, 2012 Fréttir : Sögueyjan hlýtur gullverðlaun þýska bókamarkaðarins

Sögueyjan fær þýsku bókamarkaðsverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bókasýningunni í Leipzig.

Nánar

16. mars, 2012 Fréttir : Einar Már fær „litla Nóbelinn“

Sænska akademían hefur tilkynnt að Einar Már Guðmundsson fái Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framlag sitt til bókmennta. Nánar

14. mars, 2012 Fréttir : Sögueyjan á Bókasýningunni í Leipzig

Bókasýningin í Leipzig, vorboði bókaársins í Þýskalandi, hefst  15. mars. Sem fyrr verða þar íslenskar bókmenntir áberandi en sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni í ár.

Nánar

29. febrúar, 2012 Fréttir : Heimildarþáttur á RÚV

Sunnudaginn 4. mars verður sýndur á RÚV heimildarþáttur Þorsteins J. um þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Nánar
Síða 31 af 44

Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir