Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Bókasýningin í Gautaborg
Bókasýningin í Gautaborg verður haldin 27.-30 september, en hún er á meðal mikilvægustu bókmenntaviðburða í Evrópu ár hvert. Í ár verða Norðurlöndin í brennidepli og munu fjölmargir íslenskir rithöfundar koma fram og kynna verk sín.
Jón Kalman í Ítalíu
„Á Ítalíu er ástríða fyrir bókmenntum,“ segir rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sem er nýlentur eftir að hafa tekið þátt í Bókmenntahátíðinni í Mantova á Ítalíu þar sem hann var á meðal hundrað annarra höfunda.
NánarAð lifa sig sterkt inn í tvö tungumál
Þýðendur máttu hafa sig alla við að koma íslenskum bókmenntum í þýskan búning á heiðursárinu í Frankfurt. Sögueyjan ræddi við þýðandann Richard Kölbl um hvað hafi staðið upp úr á árinu.
Íslenskir rithöfundar á erlendri grundu
Íslenskar bókmenntir eru víða áberandi á erlendum vettvangi um þessar mundir. Íslenskir rithöfundar hafa komið töluvert við sögu á bókmenntahátíðinni í Edinborg. Það styttist einnig í bókasýninguna í Gautaborg, þar sem átta íslenskir rithöfundar munu koma fram.
NánarBókmenntaviðburðir á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin í sautjánda sinn þann 18. ágúst. Menningarlíf borgarinnar tekur við það mikinn fjörkipp á og verður hægt að velja úr fjölbreyttum bókmenntaviðburðum í miðborg Reykjavíkur.
NánarAuður Ava tilnefnd til franskra bókmenntaverðlauna
Óútkomin frönsk þýðing skáldsögunnar Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur var nýverið tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna Prix du Roman Fnac.
NánarDulræn saga úr hversdagslífinu
„Bónusstelpan er sprottin upp úr hversdagslífinu,“ segir Ragna Sigurðardóttir um skáldsögu sína, Bónusstelpuna. Bókin er byggð á ríkum grunni trúar á dulræn málefni hér á landi.
NánarHollensk þýðing Snorra-Eddu verðlaunuð
Þýðandinn Marcel Otten hlaut nýverið hollensk þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu. Verðlaunin eru veitt þýðingum sem þykja skara fram úr á hollenskum bókamarkaði.
NánarHúslestrar á Listahátíð 2012
Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra á Listahátíð í Reykjavík. Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku
NánarKristín Ómarsdóttir mærð í Vesturheimi
„Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta,“ segir bandarískur gagnrýnandi um nýútkomna enska þýðingu skáldsögunnar Hér.
NánarÚtrásin sem tókst? – Málþing í Norræna húsinu
Föstudaginn 20. apríl verður haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af viku bókarinnar.
NánarRökkurbýsnir í lokaúrvali breskra bókmenntaverðlauna
Ensk þýðing skáldsögunnar Rökkurbýsnir eftir Sjón hefur komist í lokaúrval bresku bókmenntaverðlaunanna Independent Foreign Fiction Prize.
NánarGyrðir tilnefndur til Jean Monnet-verðlaunanna í Frakklandi
Í vikunni var tilkynnt hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Jean Monnet bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.
NánarJón Kalman tilnefndur til ítalskra bókmenntaverðlauna
Jón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til hinna virtu ítölsku bókmenntaverðlauna Premi Bottari Lattes Grinzane.
NánarÍslenskur teiknari tilnefndur til Þýsku barnabókaverðlaunanna
Barnabókin Frerk, du Zwerg!, með myndskreytingum Ránar Flygenring, hefur verið tilnefnd til Þýsku barnabókaverðlaunanna.
NánarSögueyjan hlýtur gullverðlaun þýska bókamarkaðarins
Sögueyjan fær þýsku bókamarkaðsverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bókasýningunni í Leipzig.
Nánar