Fréttir (Síða 32)

Fyrirsagnalisti

27. febrúar, 2012 Fréttir : Heiðursskálinn verðlaunaður

Heiðursskáli Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt viðburður ársins á Lúðrahátíð ÍMARK.

Nánar

20. febrúar, 2012 Fréttir : Fjöruverðlaunin afhent

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Iðnó sunnudaginn 19. febrúar.

Nánar

17. febrúar, 2012 Fréttir : Frankfurt verkefninu fylgt eftir með stuðningi íslenskra fyrirtækja

Árangur sem náðst hefur við útbreiðslu íslenskra bókmennta festur í sessi. Sögueyjan lætur að sér kveðja á bókasýningum í vor.

Nánar

7. febrúar, 2012 Fréttir : Mikil fjölmiðlaumfjöllun á heiðursárinu

Feiknamikil umfjöllun í þýskum fjölmiðlum í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Samanlagt verðgildi nam um það bil þremur milljörðum íslenskra króna.

Nánar

6. febrúar, 2012 Fréttir : Stór saga í lítilli bók

„Ég er maður hinna smáu forma og smásagnasveigur er einstaklega heillandi form,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þegar hann er spurður út í nýjustu bók sína, Valeyrarvalsinn, sem hlotið hefur mikið lof lesenda og gagnrýnenda.

Nánar

26. janúar, 2012 Fréttir : Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011

Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson sagnfræðingur verðlaunuð fyrir bækur sínar Allt með kossi vekur og Jón forseti allur?.

Nánar

26. janúar, 2012 Fréttir : Ljóðstafur Jóns úr Vör

Hallfríður J. Ragnheiðardóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt „Triptych“ í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs.

Nánar

25. janúar, 2012 Fréttir : Fagurfræði Guðbergs á ensku

Bók Birnu Bjarnadóttur, Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar, kemur út í enskri þýðingu í febrúar.

Nánar

23. janúar, 2012 Fréttir : Einar Kárason og Gerður Kristný í Kaupmannahöfn

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20 munu rithöfundarnir Einar Kárason og Gerður Kristný lesa upp úr og ræða verk sín á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Nánar

30. desember, 2011 Fréttir : Nýárskveðja

Sögueyjan Ísland óskar samstarfsfólki og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Takk fyrir frábært heiðursár!

Nánar

15. desember, 2011 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Nánar

12. desember, 2011 Fréttir : Punkturinn á meðal bestu bóka ársins

„Óvæntur glaðningur frá Íslandi,“ segir bókmenntagagnrýnandi þýsku útvarpsrásarinnar WDR2, um þýðingu Punktur punktur komma strik í bókauppgjöri ársins.  Nánar

2. desember, 2011 Fréttir : Brakið berst að landi

Í Brakinu eftir Yrsu Sigurðardóttur eru það ekki vofur á Ströndum sem hræða úr lesendum líftóruna, heldur myrkari hliðar mannlegs eðlis. „Að vera fastur úti á ballarhafi og vita ekkert hverjum maður getur treyst,“ segir hún. „Í því felst hryllingurinn.“

Nánar

1. desember, 2011 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Fimmtudaginn 1. desember var tilkynnt um hvaða 10 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands.

Nánar

1. desember, 2011 Fréttir : Tilnefningar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bergsveinn Birgisson og Gerður Kristný tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.

Nánar

1. desember, 2011 Fréttir : Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

Ófeigur Sigurðsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Skáldsöguna um Jón.

Nánar
Síða 32 af 44

Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir