Fréttir (Síða 32)

Fyrirsagnalisti

16. mars, 2012 Fréttir : Einar Már fær „litla Nóbelinn“

Sænska akademían hefur tilkynnt að Einar Már Guðmundsson fái Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framlag sitt til bókmennta. Nánar

14. mars, 2012 Fréttir : Sögueyjan á Bókasýningunni í Leipzig

Bókasýningin í Leipzig, vorboði bókaársins í Þýskalandi, hefst  15. mars. Sem fyrr verða þar íslenskar bókmenntir áberandi en sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni í ár.

Nánar

29. febrúar, 2012 Fréttir : Heimildarþáttur á RÚV

Sunnudaginn 4. mars verður sýndur á RÚV heimildarþáttur Þorsteins J. um þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Nánar

27. febrúar, 2012 Fréttir : Heiðursskálinn verðlaunaður

Heiðursskáli Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt viðburður ársins á Lúðrahátíð ÍMARK.

Nánar

20. febrúar, 2012 Fréttir : Fjöruverðlaunin afhent

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Iðnó sunnudaginn 19. febrúar.

Nánar

17. febrúar, 2012 Fréttir : Frankfurt verkefninu fylgt eftir með stuðningi íslenskra fyrirtækja

Árangur sem náðst hefur við útbreiðslu íslenskra bókmennta festur í sessi. Sögueyjan lætur að sér kveðja á bókasýningum í vor.

Nánar

7. febrúar, 2012 Fréttir : Mikil fjölmiðlaumfjöllun á heiðursárinu

Feiknamikil umfjöllun í þýskum fjölmiðlum í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Samanlagt verðgildi nam um það bil þremur milljörðum íslenskra króna.

Nánar

6. febrúar, 2012 Fréttir : Stór saga í lítilli bók

„Ég er maður hinna smáu forma og smásagnasveigur er einstaklega heillandi form,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þegar hann er spurður út í nýjustu bók sína, Valeyrarvalsinn, sem hlotið hefur mikið lof lesenda og gagnrýnenda.

Nánar

26. janúar, 2012 Fréttir : Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011

Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson sagnfræðingur verðlaunuð fyrir bækur sínar Allt með kossi vekur og Jón forseti allur?.

Nánar

26. janúar, 2012 Fréttir : Ljóðstafur Jóns úr Vör

Hallfríður J. Ragnheiðardóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt „Triptych“ í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs.

Nánar

25. janúar, 2012 Fréttir : Fagurfræði Guðbergs á ensku

Bók Birnu Bjarnadóttur, Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar, kemur út í enskri þýðingu í febrúar.

Nánar

23. janúar, 2012 Fréttir : Einar Kárason og Gerður Kristný í Kaupmannahöfn

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20 munu rithöfundarnir Einar Kárason og Gerður Kristný lesa upp úr og ræða verk sín á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Nánar

30. desember, 2011 Fréttir : Nýárskveðja

Sögueyjan Ísland óskar samstarfsfólki og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Takk fyrir frábært heiðursár!

Nánar

15. desember, 2011 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Nánar

12. desember, 2011 Fréttir : Punkturinn á meðal bestu bóka ársins

„Óvæntur glaðningur frá Íslandi,“ segir bókmenntagagnrýnandi þýsku útvarpsrásarinnar WDR2, um þýðingu Punktur punktur komma strik í bókauppgjöri ársins.  Nánar

2. desember, 2011 Fréttir : Brakið berst að landi

Í Brakinu eftir Yrsu Sigurðardóttur eru það ekki vofur á Ströndum sem hræða úr lesendum líftóruna, heldur myrkari hliðar mannlegs eðlis. „Að vera fastur úti á ballarhafi og vita ekkert hverjum maður getur treyst,“ segir hún. „Í því felst hryllingurinn.“

Nánar
Síða 32 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir