Fréttir: 2011 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

7. júní, 2011 Fréttir : Blaðamannafundur í Frankfurt

Menningardagskrá Sögueyjunnar á Bókasýningunni í Frankfurt kynnt fyrir þýskum blaðamönnum.

Nánar

26. maí, 2011 Fréttir : Íslenskar bókmenntir í Peking

Íslenskar bókmenntir voru í fyrirrúmi á fundi með Pekingháskóla þar sem heiðursþátttaka Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt var kynnt.

Nánar

25. maí, 2011 Fréttir : „Bændur flugust á“ á Listahátíð

Ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistarsýningin „Bændur flugust á“ á Listahátíð í Reykjavík. Sex listamenn velta fyrir sér sagnaarfinum og þjóðardrambi Íslendinga í Tjarnarbíói.

Nánar

19. maí, 2011 Fréttir : Nýr íslenskur kvikmyndavefur

Nýr íslenskur vefur, Icelandic Cinema Online, opnar formlega 23.maí. Hann leggur áherslu á fjölbreytt íslenskt kvikmyndaefni, bíómyndir, heimildarmyndir, sjónvarpsþætti og stuttmyndir.

Nánar

19. maí, 2011 Fréttir : Listin borin alla leið

Icelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust.

Nánar

16. maí, 2011 Fréttir : Steinunn Sigurðardóttir á frönsku

Steinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi.

Nánar

16. maí, 2011 Fréttir : Afleggjarinn verðlaunaður

Skáldsagan Afleggjarinn, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hlaut nýlega kanadísku bókmenntaverðlaunin Prix des libraires du Québec sem besta erlenda skáldsagan.

Nánar

5. maí, 2011 Fréttir : Rökkurbýsnir í TLS

Rithöfundurinn Sjón stenst samanburð við sjálft Nóbelsskáldið Halldór Laxness samkvæmt nýlegum ritdómi um Rökkurbýsnir í Times Literary Supplement.

Nánar

4. maí, 2011 Fréttir : Crepusculum Gabríelu

„Þetta er eins og að handleika múmíur frá British Museum. Þetta eru sálnahulstur, sem urðu til á ákveðnum tíma í Íslandssögunni,“ segir Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður um sýningu sína Crepusculum í Frankfurt í september.

Nánar

28. apríl, 2011 Fréttir : Þór á hvíta tjaldinu

Þrumuguðinn Þór, eitt lífseigasta goð heiðninnar, fer mikinn í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Hann er í aðalhlutverki í fyrsta Hollywoodtrylli sumarsins og í dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar Þór í heljargreipum.

Nánar

19. apríl, 2011 Fréttir : Gluggi til Færeyja

Sögueyjan Ísland hefur, í samvinnu við færeyska rithöfunda og útgefendur og með stuðningi færeyska menntamálaráðuneytisins, ákveðið að opna á vefsíðunni glugga til færeyskra bókmennta.

Nánar

12. apríl, 2011 Fréttir : Gyrðir fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Nánar

8. apríl, 2011 Fréttir : Vinningshafar á leið til Frankfurt

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“. Þrír heppnir þátttakendur fengu ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Nánar

30. mars, 2011 Fréttir : Öll verk Laxness á þýsku

16 bækur eftir Halldór Laxness gefnar út í Þýskalandi í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. Ný kynslóð Þjóðverja kynnist Nóbelsskáldinu.

Nánar

29. mars, 2011 Fréttir : Komdu með til Frankfurt

Nú fer hver að verða síðastur til að senda bókasafnið sitt til Frankfurt og fá tækifæri til að verða hluti af stærstu bókasýningu heims.

Nánar

24. mars, 2011 Fréttir : Þýskir gagnrýnendur hrífast af Rökkurbýsnum

Rökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Nánar
Síða 4 af 6

Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir