Fréttir (Síða 18)

Fyrirsagnalisti

1. mars, 2018 Fréttir : Steinunn Kristjánsdóttir fær Viðurkenningu Hagþenkis fyrir Leitina að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir

„Ég lít á viðurkenninguna sem staðfestingu þess að efnislegar leifar geti ekki síður en skjöl – eða aðrar heimildir – varpað ljósi á sögu okkar og fortíð. Að bein sjúklings með sárasótt segi minna en skjal um kaup á jörð. Eða eins og að þjóð án ritmenningar eigi sér enga sögu."

Nánar

22. febrúar, 2018 Fréttir : Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd og skáldsöguna Ör.

Nánar

22. febrúar, 2018 Fréttir : „Góðar bókmenntir eiga alls staðar erindi“

,,Umsóknum um styrki fjölgar sífellt og augljóst að þörfin er mikil, enda mikill metnaður í íslenskri bókaútgáfu. Það er líka mikið leitað til okkar varðandi fjölmargt sem snýr að íslenskum bókmenntum og rithöfundum." segir Hrefna Haraldsdóttir.

Nánar

15. febrúar, 2018 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki. Umsóknarfrestur 15. mars

Vakin er athygli á að nú verða í fyrsta sinn veittir styrkir til vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni, í báðum flokkum.

Nánar
Verðlaun Hagþenkis

7. febrúar, 2018 Fréttir : Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017

Tilkynnt hefur verið um hvaða tíu bækur og höfundar hljóta tilnefningu til Viðurkenningar Hagþenkis í ár. Viðurkenningin, sem er 1.250.000 kr., verður veitt 28. febrúar nk.

Nánar

31. janúar, 2018 Fréttir : Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017

Krístín Eiríksdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler hlutu verðlaunin í ár, en þau eru veitt í þremur flokkum; flokki fagurbókmennta, flokki barna- og ungmennabóka og flokki fræðibóka og bóka almenns efnis. Þetta er 29. árið sem verðlaunin eru veitt. 

Nánar

26. janúar, 2018 Fréttir : NordLit fundur haldinn í Reykjavík dagana 16.-18. janúar 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta var gestgjafi á árlegum fundi starfsfólks norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, sem að þessu sinni fór fram í Hörpu. Systurstofnanirnar í NordLit eiga gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að efla sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta.

Nánar

19. desember, 2017 Fréttir : Óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju bókmenntaári!

18. desember, 2017 Fréttir : Stöðug fjölgun umsókna um styrki til þýðinga á íslensku!

Að þessu sinni var tæpum 8 milljónum króna úthlutað í 23 styrki til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins.

Nánar
Fjoruverdlaunin-2017-tilnefndar

6. desember, 2017 Fréttir : Níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar 5. desember sl. en níu bækur voru tilnefndar í þremur flokkum.

Nánar

6. desember, 2017 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 í þremur flokkum; flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis.

Nánar
Thyding-a-islensku-1

6. desember, 2017 Fréttir : Mikill meirihluti þjóðarinnar les eingöngu eða oftast á íslensku

Niðurstöður könnunar sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera um bóklestur gefa tilefni til bjartsýni um framtíð íslenskunnar og bókmenntanna.

Nánar
Tilnefningar-til-islensku-thydingaverdlaunanna-2017

28. nóvember, 2017 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2017

Sex þýðendur eru tilnefndir fyrir fimm verk, en fjögur þeirra hlutu þýðingastyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar
Thydingar-a-islensku---framlengdur-frestur-til-5des2017

27. nóvember, 2017 Fréttir : Útgefendur athugið! Sækja þarf aftur um styrki til þýðinga á íslensku fyrir 5. desember.

Vegna bilunar hjá fyrri hýsingaraðila umsóknarvefs okkar þurfa allir að sækja um aftur!

Nánar

16. nóvember, 2017 Fréttir : Ísland í brennidepli á menningarhátíðinni Les Boréales í Caen, Frakklandi

Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Sjón, Lilja Sigurðardóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Ragnar Jónasson koma fram á hátíðinni.

Nánar
Síða 18 af 44

Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir