Fréttir (Síða 17)

Fyrirsagnalisti

25. apríl, 2018 Fréttir : 30 milljónum úthlutað til 55 verka! Úthlutun útgáfustyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2018

Í þessari úthlutun er tekin upp sú nýbreytni að bæta við styrkjum til útgáfu vandaðra myndríkra barna- og ungmennabóka, auk almennu útgáfustyrkjanna.

Nánar

25. apríl, 2018 Fréttir : Fimm tilnefningar til Maístjörnunnar

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi 24. apríl.

Nánar

28. mars, 2018 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 10.-12. apríl

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með systurstofnunum á Norðurlöndunum á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70 og allir eru velkomnir!

Nánar
Tilnefndar-baekur-2018

27. mars, 2018 Fréttir : Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal eru tilnefndar fyrir Íslands hönd.

Nánar
Kapumyndir-hruga-okt-2017

21. mars, 2018 Fréttir : Metfjöldi umsókna og úthlutana til þýðinga á erlend mál á síðasta ári

Veittir voru styrkir til 96 þýðinga úr íslensku á 29 tungumál og hafa umsóknir og veittir styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri.

Nánar
Nyraektarstyrkir-2018

16. mars, 2018 Fréttir : Nýræktarstyrkir 2018 - umsóknarfrestur til 16. apríl

Nýræktarstyrkirnir eru veittir árlega til að styðja við útgáfu skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum.

Nánar

14. mars, 2018 Fréttir : Fjöldi bókmenntaverðlauna og viðurkenninga á árinu 2017

Að venju beindist kastljósið að völdum bókmenntaverkum og höfundum sem hlutu margvísleg verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári.

 

Nánar
London Book Fair

14. mars, 2018 Fréttir : Bókamessur í mars og apríl

Nokkrar stórar og rótgrónar bókamessur eru haldnar um þetta leyti í Evrópu þar sem útgefendur, höfundar og fleira áhugafólk um bókmenntir kynnir sér það sem ber hæst í bókaheiminum. 

 

Nánar
Skyrsluforsida

5. mars, 2018 Fréttir : Öflug bókmenning er hryggjarstykki íslenskunnar - tillögur til eflingar íslenskrar bókaútgáfu

Í skýrslunni eru settar fram tillögur að aðgerðum sem ætlað er að styrkja íslenska bókaútgáfu, efla höfunda og tryggja börnum aðgang að góðum bókum og námsefni.

Nánar

5. mars, 2018 Fréttir : Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir hlutu Íslensku þýðingaverðlaunin

Verðlaunin hlutu þær fyrir Walden eða Lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau. Útgefandi er Dimma.

Nánar

5. mars, 2018 Fréttir : Fimmtán bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók.

Nánar

1. mars, 2018 Fréttir : Steinunn Kristjánsdóttir fær Viðurkenningu Hagþenkis fyrir Leitina að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir

„Ég lít á viðurkenninguna sem staðfestingu þess að efnislegar leifar geti ekki síður en skjöl – eða aðrar heimildir – varpað ljósi á sögu okkar og fortíð. Að bein sjúklings með sárasótt segi minna en skjal um kaup á jörð. Eða eins og að þjóð án ritmenningar eigi sér enga sögu."

Nánar

22. febrúar, 2018 Fréttir : Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd og skáldsöguna Ör.

Nánar
Síða 17 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir