Fréttir (Síða 20)
Fyrirsagnalisti

Barnabókaútgefendur alls staðar að úr heiminum í Bologna á Ítalíu 3.- 6. apríl
Á bókamessunni í Bologna koma saman barnabókaútgefendur hvaðanæva að úr heiminum til að kynna bækur sínar og skoða hvað ber hæst í barnabókmenntum. Miðstöð íslenskra bókmennta er á norræna básnum C/18, hall 30.
NánarNýræktarstyrkir 2017 - umsóknarfrestur til 15. apríl
Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru.
Nánar
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017
Guðmundur Andri Thorsson og Linda Vilhjálmsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 fyrir bækur sínar Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor og ljóðabókina Frelsi.
Nánar
Landsmenn gera lesturinn að lífsstíl. Úrslit í Allir lesa landsleiknum 2017
Allir lesa er landsleikur í lestri, með áherslu á orðið leikur og er tilgangurinn fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu skemmtilegt það er að lesa. Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur.
Nánar
Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 14.-16. mars
Bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna verða með sameiginlegan bás á bókamessunni í London, Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar með Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku.
NánarBókmenntaverðlaun og viðurkenningar fyrir árið 2016
Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku þýðingaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.
Nánar
Allir lesa landsleikurinn er hafinn, skráðu þig til leiks og vertu með!
Landsleikur í lestri verður á þorranum líkt og undanfarin ár eða frá 27. janúar, til konudagsins 19. febrúar 2017. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár að auk liðakeppni verður jafnframt hægt að keppa sem einstaklingur. Svo nú verður ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. Vertu með og taktu þátt í skemmtilegum leik á Allir lesa
Nánar
Heildaryfirlit styrkja á árinu 2016. Hátt í 300 styrkir í átta flokkum
Á árinu 2016 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 270 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári í öllum flokkum. Sótt var um rúmar 160 milljónir og til úthlutunar voru 67 milljónir, eða rúmlega 40% af umsóttri upphæð.
Nánar
Gleðilega hátíð og kærar þakkir fyrir gott bókmenntaár
Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var með áhrifamestu kvenhöfundum síns tíma. Eitt þekktasta verk hennar er smásagan Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns frá árinu 1951, þar sem nýstárleg efnistök og stíll ýmist ögruðu eða heilluðu. Segja má að hin kunna ljósmynd Jóns Kaldals af Ástu að reykja sígarettu hafi vakið sömu viðbrögð.
NánarRíflega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra - seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2016
Alls bárust 43 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku og sótt var um rúmar 29 milljónir króna. Að þessu sinni var 31 styrk úthlutað að upphæð 10.3 milljónum króna til þýðinga á íslensku úr 10 tungumálum. Fjölgun umsókna er ríflega 100% frá því á sama tíma í fyrra, en þá bárust 19 umsóknir. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
NánarTilnefningar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar þriðjudaginn 6. desember í Menningarhúsinu Grófinni. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur og rit almenns efnis og eru þrjár bækur tilnefndar í hverjum flokki.
Nánar
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Nánar
Norræn menning í brennidepli hjá Southbank Centre allt árið 2017, undir yfirskriftinni Nordic Matters
Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.
Nánar
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar fimmtudaginn 24. nóvember 2016 í Menningarhúsinu Grófinni. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, sem óskar öllum þýðendunum innilega til hamingju með tilnefninguna.
Nánar
Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Hugleikur Dagsson og Kári Tulinius meðal gesta í Helsinki
Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord), sendiráð Danmerkur, Noregs og Íslands í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Svíþjóð og Pohjola-Norden í Finnlandi voru með sameiginlegan bás og stóðu að þrjátíu viðburðum á messunni.
Nánar