Fréttir (Síða 21)

Fyrirsagnalisti

7. desember, 2016 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar þriðjudaginn 6. desember í Menningarhúsinu Grófinni. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur og rit almenns efnis og eru þrjár bækur tilnefndar í hverjum flokki.

Nánar

1. desember, 2016 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Nánar

28. nóvember, 2016 Fréttir : Norræn menning í brennidepli hjá Southbank Centre allt árið 2017, undir yfirskriftinni Nordic Matters

Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.

Nánar

25. nóvember, 2016 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar fimmtudaginn 24. nóvember 2016 í Menningarhúsinu Grófinni. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, sem óskar öllum þýðendunum innilega til hamingju með tilnefninguna.

Nánar

2. nóvember, 2016 Fréttir : Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Hugleikur Dagsson og Kári Tulinius meðal gesta í Helsinki

Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord), sendiráð Danmerkur, Noregs og Íslands í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Svíþjóð og Pohjola-Norden í Finnlandi voru með sameiginlegan bás og stóðu að þrjátíu viðburðum á messunni.

Nánar

2. nóvember, 2016 Fréttir : Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Úr rökstuðningi dómnefndnar: ,,Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots."

Nánar

1. nóvember, 2016 Fréttir : Nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka

Þrátt fyrir aðeins færri bækur í ár en sl. tvö ár, þá er nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka miðað við samanlagðan fjölda prentverka, nýrra og endurútgefinna. Útgáfa rafbóka eykst jafnframt ár frá ári. Úttektin byggir á Bókatíðindum félags íslenskra bókaútgefenda.

Nánar

26. október, 2016 Fréttir : Norðurlöndin skipa stóran sess á bókamessunni í Helsinki í ár

Sendiráð Íslands, Danmerkur og Noregs í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen og Pohjola-Norden hafa í sameiningu skipulagt dagskrá með yfir þrjátíu viðburðum á bókamessunni, sem stendur yfir dagana 27.-30. október. Meðal íslenskra höfunda eru Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson, sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Nánar

14. október, 2016 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur til 15. nóvember

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum, jafnt bækur almenns efnis og skáldverk, sem og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Nánar

5. október, 2016 Fréttir : Bókasýningin í Frankfurt haldin dagana 19. - 23. október

Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Íslenski básinn í Frankfurt er númer 5.0  B82.

Nánar

3. október, 2016 Fréttir : Glæsileg ráðstefna um barna- og ungmennabækur í London

Dagskrá ráðstefnunnar var einstaklega metnaðarfull, fróðleg og skemmtileg. Fyrirlesararnir voru m.a. rithöfundar, útgefendur, ritstjórar, kynningarstjórar, markaðsfólk, sjónvarpsstjórar, tölvuleikjahönnuðir og fleira. Allir fjölluðu á einhvern hátt um barna- og ungmennabækur og afþreyingu barna, lestur, bóksölu, samfélagsmiðlana, sjónvarpsefni, kynningaraðferðir, neyslumynstur ungs fólks og ótalmargt fleira. 

Nánar

26. september, 2016 Fréttir : Vel heppnuð bókamessa í Gautaborg; tungumálið, fantasían, hefðin og yrkisefnin

Velheppnaðri og fjölmennri fjögurra daga Bókamessu í Gautaborg lauk á sunnudaginn þar sem fjöldi heimsþekktra höfunda tók þátt. Ísland var þar einnig líkt og undanfarin ár. Glæsilegur básinn, hannaður af HAF studio, skartaði íslenskum bókum sem gestir og gangandi glugguðu í og þar mátti kaupa sumar þeirra í sænskum þýðingum. Sjónum var beint að barna- og ungmennabókmenntum.

Nánar

6. september, 2016 Fréttir : Íslenskar barna- og ungmennabókmenntir í Gautaborg

Höfundarnir Arnar Már Arngrímsson, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson taka þátt í aðaldagskrá bókamessunnar.

Nánar

6. september, 2016 Fréttir : Bookseller barnabókaráðstefna í London

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe.

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt.

Nánar

5. júlí, 2016 Fréttir : Gréta María Bergsdóttir ráðin verkefnastjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, en starfið var auglýst í júní.

Nánar
Síða 21 af 44

Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir