Fréttir (Síða 28)

Fyrirsagnalisti

4. október, 2013 Fréttir : Verðlaun Norðurlandaráðs 2013 tilkynnt í Osló 30. október næstkomandi

Norrænu barna- og unglingabókaverðlaunin verða nú afhent í fyrsta skipti. Tvær íslenskar bækur er tilnefndar, Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal og Ólíver eftir Birgittu Sif.

Nánar

4. október, 2013 Fréttir : "Books from Iceland" - 20 bóka listinn

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman lista yfir 20 bækur sem komu út árið 2012 og kynntar verða á bókasýningum erlendis.

Nánar

3. október, 2013 Fréttir : Aldrei fleiri þýðingar á erlend mál

Árangursrík bókmenntakynning erlendis á síðustu árum hefur skilað sér í mikilli aukningu á þýðingum íslenskra verka á erlend mál.

Nánar

18. september, 2013 Fréttir : Dvalarstyrkir þýðenda 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta og Rithöfundasamband Íslands auglýsa til umsóknar dvalarstyrki til þýðenda íslenskra bókmennta fyrir árið 2014. 

Nánar
YAIC-logo

18. september, 2013 Fréttir : YAIC - You are in Control ráðstefnan haldin í sjötta sinn 28. – 30. október

Alþjóðlega ráðstefnan YAIC - You Are in Control verður haldin í sjötta sinni dagana 28. – 30. október í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin dagana fyrir hina geysivinsælu tónlistarhátíð Icelandic Airwaves. 

Nánar
Arnaldur-Indridason

18. september, 2013 Fréttir : Arnaldur Indriðason hlýtur spænsku RBA glæpasagnaverðlaunin

(premio RBA de novela negra). Íslenskar glæpasögur eru í mikilli sókn og eru nú þýddar á yfir 40 tungumál.

Nánar
Bókmenntahatid-hofundar

18. september, 2013 Fréttir : Hundruð erlendra rithöfunda sóttu Reykjavík heim í síðustu viku

Vikuna 8. – 15. september var mikil bókmenntaveisla í Reykjavík sem hófst með heimsþingi PEN og lauk með Bókmenntahátíð í Reykjavík síðastliðinn sunnudag.

Nánar

9. júlí, 2013 Fréttir : Styrkir á fyrri hluta árs 2013

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið við hlutverki og skuldbindingum fyrirrennara síns Bókmenntasjóðs sem áður útdeildi stykjum til útgáfu, þýðinga og kynninga á íslenskum verkum á Íslandi og erlendis.
Nánar

9. júlí, 2013 Fréttir : Starf Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2013

Það sem af er árinu 2013 hafa starfsmenn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sótt bókamessur í Leipzig í Þýskalandi og London sem hluta af eftirfylgni við Sögueyjuverkefnið og til að viðhalda tengslum sem stofnað hafði verið til.
Nánar

9. júlí, 2013 Fréttir : Ný skrifstofa, netfang, vefsíða, Twitter og Facebook

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta flutti í nýtt húsnæði 1. júlí síðastliðinn og mun framvegis deila húsnæði meðKvikmyndamiðstöð Íslands að Hverfisgötu 54 í Reykjavík. Ný vefsíða og vefslóð er komin í loftið auk þess sem nýtt netfang hefur verið tekið í notkun: islit@islit.is. Einnig er hægt að finna Miðstöðina á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter.

Nánar

9. júlí, 2013 Fréttir : Ísland og Litháen í fókus á Les Boréales í nóvember

Hópur íslenskra rithöfunda og myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarfólks hefur verið boðinn á frönsku bókmennta- og menningarhátíðina Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember. Nánar

9. júlí, 2013 Fréttir : Erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Miðstöð íslenskra bókmennta kemur að skipulagningu kynningarferðar erlendra blaðamanna á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september næstkomandi.

Nánar

9. júlí, 2013 Fréttir : Nýr kynningarlisti fyrir bókamessur haustsins

Á meðal verkefna Miðstöðvar íslenskra bókmennta í haust er að taka saman kynningarlista yfir nýleg íslensk verk sem talin eru eiga sérstakt erindi við erlenda lesendur og útgefendur.

Nánar

3. júlí, 2013 Fréttir : Nýr kynningarlisti, bókamessur, Bókmenntahátíðir í Reykjavík og Caen í Frakklandi á meðal verkefna í haust

Nýr kynningarlisti, erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík, bókamessur í Gautaborg og Frankfurt og íslenskir rithöfundar og listamenn í brennidepli á frönsku bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales eru meðal bókmenntakynningaverkefna og -viðburða sem Miðstöð íslenskra bókmennta kemur að í haust.

Nánar

3. júlí, 2013 Fréttir : Bókmenntakynning á Íslandi

Bókasýningin The Art of Being Icelandic var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Í tengslum við sýninguna verður einnig dagskrá í Munnhörpunni í Hörpu í hádeginu á hverjum fimmtudegi í júlí þar sem íslenskir rithöfundar segja frá verkum sínum. Dagskráin er á ensku.

Nánar

24. júní, 2013 Fréttir : Bókmenntir sögueyjunnar í forgrunni í Ráðhúsinu í júlí. Stemningin í Frankfurt 2011 rifjuð upp

Borgarstjóri opnaði sýninguna "The Art of Being Icelandic" í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, föstudaginn 28. júní 

Nánar
Síða 28 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir