Fréttir (Síða 6)

Fyrirsagnalisti

30. apríl, 2021 Fréttir : 36 styrkir veittir til þýðinga á íslensku úr ensku, frönsku, latínu, spænsku, katalónsku og þýsku

Verk eftir höfundana Olgu Tokarczuk, Alejandro Palomas, Carson Ellis, Friedrich Hölderlin, Kim Thuy, Hal Sirowitz , Barböru Demick og marga fleiri hlutu þýðingastyrki.

Nánar

14. apríl, 2021 Fréttir : Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2021 er kominn út!

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum - ásamt fleiru.

Nánar

18. mars, 2021 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008; tveir til fimm styrkir í hvert sinn og valið er úr innsendum umsóknum.

Nánar

11. mars, 2021 Fréttir : Nýtt met í fjölda umsókna og veittra styrkja til þýðinga íslenskra bókmennta á erlend mál

Ekkert lát er á útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Samnorrænt átak vegna þýðinga og nýjar leiðir við kynningu bóka og höfunda erlendis hafa skilað góðum árangri.

Nánar

11. mars, 2021 Fréttir : Rithöfundar heimsækja framhaldsskólana annað árið í röð

Höfundaheimsóknirnar hafa að sögn þeirra sem til þekkja heppnast mjög vel og er almenn ánægja hjá öllum sem að málinu hafa komið; kennurum, nemendum og höfundunum sjálfum. 

Nánar

10. mars, 2021 Fréttir : Viðurkenningu Hagþenkis hlýtur Pétur H. Ármannsson

Viðurkenninguna hlýtur Pétur fyrir verk sitt Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.

Nánar

10. mars, 2021 Fréttir : Yfirlit yfir bókmenntaverðlaun og viðurkenningar liðins árs

Bókmenntaverk og höfundar þeirra hlutu ýmis verðlaun og viðurkenningar á liðnu ári. Þar má nefna Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin, Viðurkenningu Hagþenkis, Íslensku þýðingaverðlaunin, Maístjörnuna og Blóðdropann.

Nánar

4. mars, 2021 Fréttir : Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður­landaráðs fyr­ir Íslands hönd.

Nánar

22. febrúar, 2021 Fréttir : Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2021

Verðlaunin hlaut hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, útgefandi er Dimma.

Nánar

15. febrúar, 2021 Fréttir : Frestur rennur út mánudaginn 15. mars!

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóðinn Auði, útgáfustyrki og þýðingastyrki

Nánar

11. febrúar, 2021 Fréttir : Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis kynntar

Tíu rit eru tilnefnd og hlýtur eitt þeirra Viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, sem verður veitt í byrjun mars.

Nánar

27. janúar, 2021 Fréttir : Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár!

Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Aprílsólarkulda, Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir fyrir Blokkina á heimsenda og Sumarliði R. Ísleifsson fær verðlaunin fyrir Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár.

Nánar

19. janúar, 2021 Fréttir : Fleiri höfundar komnir á höfundasíðuna

Höfundasíðan er síða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar má finna upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar.

Nánar

18. janúar, 2021 Fréttir : Franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta!

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.

Nánar
IMG_1468

18. janúar, 2021 Fréttir : NordLit, samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, héldu samstarfsfund 13. og 14. janúar

Haldinn er sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna. Í ár stóð til að hittast í Kaupmannahöfn en vegna aðstæðna var fundurinn rafrænn.

Nánar
6-thydingar-jan-2021

6. janúar, 2021 Fréttir : Nýlegar þýðingar íslenskra verka á ýmis tungumál

Reglulega berast Miðstöð íslenskra bókmennta bækur sem hlotið hafa styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Hér má sjá fjölbreytt úrval bókakápa nýlegra þýðinga. Bækurnar eru aðgengilegar og til útláns í Þjóðarbókhlöðunni.

Nánar
Síða 6 af 42

Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir