Fréttir (Síða 40)

Fyrirsagnalisti

24. júní, 2010 Fréttir : Blóðdropinn afhentur

Helgi Ingólfsson hlaut Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir Þegar Kóngur kom. Verðlaunabókin verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Nánar

22. júní, 2010 Fréttir : Íslenskt bókasafn í Kiel og í Kuopio

Háskólabókasafnið í Kiel hefur sankað að sér íslenskum bókum í hartnær tvær aldir. Af þeim um það bil 110.000 bókum sem Norðurlandadeild safnsins hýsir fjalla 11.000 um Ísland

Nánar

18. júní, 2010 Fréttir : Bókmenntahátíð í Rúmeníu

Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir var nýverið þátttakandi á bókmenntahátíð í Rúmeníu sem fulltrúi Norðurlanda. „Það snart djúpt að kynnast skáldum landa sem eru skyldust í genetískan kvenlegg,“ sagði hún í samtali við Sagenhaftes Island.

Nánar

16. júní, 2010 Fréttir : Útkall á þýsku

Samningur var undirritaður í vikunni í Hamborg um útgáfu á bókinni Útkall - árás á Goðafoss. „Ég held að nú sé rétti tíminn fyrir Þjóðverja að lesa um það sem raunverulega gerðist þarna úti fyrir Garðskaga í stríðinu,“ segir Óttar Sveinsson, höfundur bókarinnar.

Nánar

16. júní, 2010 Fréttir : Bankster til Þýskalands

Bókaútgáfan Ormstunga hefur samið um sölu á þýðingarrétti skáldsögunnar Bankster eftir Guðmund Óskarsson til þýska forlagsins Frankfurter Verlagsanstalt (FVA) í Frankfurt am Main. Bókin kemur út haustið 2011.

Nánar

8. júní, 2010 Fréttir : Íslensk ritsnilld – taktu þátt í valinu!

Á bókasýningunni í Frankfurt hefur skapast sú hefð að heiðursgestur sýningarinnar afhendir þeirri þjóð sem tekur við nafnbótinni sérstakt kefli, með áletruðum tillvitnunum í bókmenntir frá viðkomandi löndum.

Nánar

4. júní, 2010 Fréttir : Grasrótin vökvuð

Á dögunum var Nýræktarstyrkur Bókmenntasjóðs afhentur í þriðja sinn, en honum er ætlað að styðja við forvitnileg skáldverk með litla tekjuvon.

Nánar

31. maí, 2010 Fréttir : Sögur af landi

„Frábær ferð og góðir ferðafélagar“ segir Bergur Ebbi Benediktsson um ljóðaslamm ferðalagið á dögunum.

Nánar

28. maí, 2010 Fréttir : Stórbrotin náttúra

Í júní kemur út bók um eldsumbrotin í Eyjafjallajökli eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson

Nánar

25. maí, 2010 Fréttir : Höfundar á söguslóðum

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess.

Nánar

19. maí, 2010 Fréttir : Metsölubókin í ár?

Metsölubókin það sem af er árinu er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008. Alþingi Íslands er því útgefandi að mest seldu bók landsins um þessar mundir.

Nánar

14. maí, 2010 Fréttir : Vorboðinn ljúfi

Listahátíð í Reykjavík hófst í vikunni. Þetta er einn af vorboðunum ljúfu á Íslandi, sneisafull dagskrá af tónleikum og sýningum.

Nánar

10. maí, 2010 Fréttir : Fríða Á. Sigurðardóttir látin

Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur, lést aðfaranótt 7. maí.

Nánar

5. maí, 2010 Fréttir : Kleppur er víða

Hvíta bókin, eftir Einar Má Guðmundsson fær stórfínar viðtökur í Danmörku og Þýskalandi. ,,Krísa kapítalismans'' eins og einn gagnrýnandi bendir á, er fráleitt bundin við Ísland.

Nánar

4. maí, 2010 Fréttir : Fékk loftriffil í jólagjöf

„Enginn ætlar sér í raun og veru að verða rithöfundur. Það gerist bara“ segir Þórarinn Leifsson rithöfundur og myndlistarmaður í stórskemmtilegri grein. Hann fékk á dögunum viðurkenningu menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir bókina Bókasafn Ömmu Huldar.

Nánar

27. apríl, 2010 Fréttir : Sælir eru einfaldir...

Spænska veikin ógnar íbúum Reykjavíkur og í fjarska rís ógnvekjandi gosmökkur upp af Kötlu. 90 ára gömul bók sem kallast á við þá tíma sem við nú lifum, með svínaflensu og eldsumbrotum.

Nánar
Síða 40 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir