Fréttir (Síða 39)

Fyrirsagnalisti

27. október, 2010 Fréttir : Yrsa á meðal þeirra bestu

„Hún stenst samanburð við það besta sem gerist í glæpasögum samtímans,“ segir í ritdómi Times Literary Supplement  um Ösku Yrsu Sigurðardóttur.

Nánar

21. október, 2010 Fréttir : „Höpöhöpö Böks“ verðlaunað á Zebra

Eiríkur Örn fer mikinn í Berlín. Verðlaun á Zebra Poetry Film Festival og ný þýsk þýðing gefin út.

Nánar

20. október, 2010 Fréttir : Sverð umturnast í þvottabursta

10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp

valinn „Einkennilegasti bókartitillinn“ í Þýskalandi árið 2010.

Nánar

19. október, 2010 Fréttir : „Þannig uppgötvar heimurinn stundum fjarlægar eyjar...“

Þann 10. október 2010 tók Ísland formlega við titlinum „Heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt“

Nánar

14. október, 2010 Fréttir : Íslensk ljóðlist á Zebra hátíðinni í Berlín

Á Zebra Poetry Film Festival í ár verða stuttmyndir tveggja íslenskra listamanna sýndar: Myndljóðið „Höpöhöpö Böks” eftir Eirík Örn Norðdahl og „Bertram“ eftir Láru Garðarsdóttur. Nánar

30. september, 2010 Fréttir : Bókasýningin 2010

Bókasýningin í Frankfurt er hafin og stendur yfir til 10. október. Viðburðir tengdir íslenskum bókmenntum og bókaútgáfu verða fjölmargir.

Nánar

29. september, 2010 Fréttir : Þýsk listastofnun sýnir stuðning í verki

Listastofnun Nordrhein-Westfalen styrkir þýðingu Íslendingasagna myndarlega.

Nánar

16. september, 2010 Fréttir : Erlendur snýr aftur

„Ég hef alltaf haft mestan áhuga á persónusköpun,“ segir Arnaldur Indriðason glæpasagnahöfundur í viðtali við Sagenhaftes Island. Hann er með nýja bók í smíðum og í henni snýr Erlendur rannsóknarlögreglumaður aftur.

Nánar

14. september, 2010 Fréttir : Forvitnilegasti bókatitillinn

10 ráð... Hallgríms Helgasonar tilnefnd til verðlauna fyrir „Forvitnilegasta bókatitilinn“ á þýska bókamarkaðinum 2010. Nánar

30. ágúst, 2010 Fréttir : „Lýsandi myndir í miðju svartnætti veturs,“

...segir í dómi danska dagblaðsins Information um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman. Dönsk þýðing bókarinnar kom út fyrir skemmstu.

Nánar

17. ágúst, 2010 Fréttir : Yrsa tilnefnd til Shamus verðlaunanna

Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur er tilnefnd til Shamus-glæpasagnaverðlaunanna í ár.

Nánar

28. júlí, 2010 Fréttir : Þjóðvegamyndir frá Íslandi

Þýska skáldið Finn-Ole Heinrich, sem var á Íslandi í vor, hefur sett á vefinn tvö vídeóverk eftir sig. Þau hafa að geyma svipmyndir úr ferðalagi hans og fimm annara skálda og listamanna um Ísland.

Nánar

9. júlí, 2010 Fréttir : Gnægð fróðleiks

Þýskri útgáfu af vefsíðunni Handritin heima var hleypt af stokkunum þann 23. júní síðastliðinn, en hún inniheldur gnægð fróðleiks um íslenska handritamenningu.

Nánar

1. júlí, 2010 Fréttir : Trítl um tún og engi

Nú er betri tíðin komin, með blóm í haga og sína sætu löngu sumardaga — og svo náttúrulega íslenskar ferðabækur.

Nánar

25. júní, 2010 Fréttir : Besta glæpasaga ársins í Frakklandi

Franska bókmenntatímaritið Lire hefur útnefnt Skipið eftir Stefán Mána sem bestu glæpasögu ársins þar í landi í nýjasta hefti sínu.

Nánar

25. júní, 2010 Fréttir : Íslensk ritsnilld – fer vel af stað!

Samkeppnin fer vel af stað og hafa margar góðar tilvitnanir þegar borist í pósthólf Sagenhaftes Island, allt frá Hávamálum til samtímaskálda.

Nánar
Síða 39 af 44

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir