Fréttir (Síða 34)
Fyrirsagnalisti
Fornir tónar í bland við nýja í Frankfurt
Valgeir Sigurðsson, amiina, Íslenski dansflokkurinn, Mótettukórinn og píanókvartett með Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel í fararbroddi eru meðal flytjenda sem koma fram á viðburðum í Frankfurt á meðan á Bókasýningunni stendur.
NánarDagur og nótt íslenskra bókmennta
Um helgina fara fram tveir stórir viðburðir í Þýskalandi tengdir íslenskum bókmenntum. Annars vegar Löng nótt íslenskra bókmennta í Köln og hins vegar Dagur íslenskra bókmennta í Berlín.
Nánar„Þannig uppgötvar heimurinn stundum fjarlægar eyjar...“
Aldrei fyrr hafa íslenskar bókmenntir fengið aðra eins athygli í Evrópu og nú, í aðdraganda Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011.
NánarErró í Schirn: „Portrait and Landscape“
Tímamótasýning Errós í SCHIRN opnar 6. október. Tvær stórar myndaraðir, „Scapes“ og „Monsters“, verða sýndar.
NánarViktor Arnar og Óttar Norðfjörð í Þýskalandi
Viktor Arnar Ingólfsson og Óttar Martin Norðfjörð hafa nýlokið vikulangri upplestrarferð um Þýskaland. Áhugi lesenda á komu höfundanna var mikill og vel var tekið á móti þeim þar sem þeir lásu.
NánarFrá torfi til steypu – íslensk byggingarlist í Frankfurt
Í Deutsches Architekturmuseum verður íslensk byggingarlist frá landnámi og fram á okkar daga í brennidepli.
NánarBændur fljúgast á í Þýskalandi og víðar
29. september hófst Þýskalandstúr sýningarinnar „Bændur flugust á“, eða „Von den Sagas – We Survived Eyjafjallajökull“ eins og hún útleggst á þýsku.
Nánar„Crepusculum“ opnar í Schirn
28. september opnaði sýningin „Crepusculum“ í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningarstað í Þýskalandi. Þar skapar listakonan Gabríela Friðriksdóttir einstæða umgjörð um átta íslensk fornhandrit.
NánarÍsland í Frankfurt - dagskrá
Mikill fjöldi viðburða tengdir Íslandi verður á dagskrá á meðan Bókasýningunni stendur.
Jón Kalman fær sænsk bókmenntaverðlaun
Jón Kalman Stefánsson hlýtur í ár sænsk bókmenntaverðlaun kennd við rithöfundinn Per Olov Enquist. Harmur englanna er komin út á sænsku, frönsku og þýsku.
NánarÍslensk hönnun í Frankfurt
22. september hófst sýning helguð íslenskri hönnun í helsta hönnunarsafni Frankfurt, Museum für Angewandte Kunst, þar sem um 60 íslenskir hönnuðir sýna vörur sínar.
NánarFjölsótt og glæsileg kynning Íslendingasagna
Höllin Corvey í Westfalen myndaði stórkostlegt svið fyrir þriggja daga kynningu Íslendingasagna. Tilefnið var útgáfa forlagsins á nýrri þýðingu Íslendingasagna í fimm bindum núna í september.
NánarBókmenntahátíð ber að dyrum
Bókmenntahátíð Reykjavíkur verður haldin í tíunda sinn 7. til 11. september. Þema hátíðarinnar í ár er norrænn sagnaarfur, lifandi samtímabókmenntir.
Íslendingasögur í Corvey
Í tilefni af útkomu nýrrar heildarþýðingar Íslendingasagna á þýsku verður blásið til alþjóðlegrar ráðstefnu í klaustrinu Corvey, í Þýskalandi, þann 15. september.
Bloggað um Ísland og Þýskaland
Nýtt þýsk-íslenskt blogg Bókasýningarinnar í Frankfurt veltir fyrir sér tengslum og sérkennum þjóðanna tveggja.
NánarMyrkt bókmenntakonfekt á dönsku
Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, fær stórgóða dóma í Danmörku.
Nánar