Fréttir (Síða 35)

Fyrirsagnalisti

2. ágúst, 2011 Fréttir : Atómljóð á þýsku

Nýlega kom út í Þýskalandi metnaðarfullt bindi þýska bókmenntatímaritsins die horen helgað atómskáldunum íslensku.

Nánar

15. júlí, 2011 Fréttir : Ljóðasetur Íslands

Miðstöð íslenskrar ljóðlistar opnuð á Siglufirði við hátíðlega athöfn.

Nánar

11. júlí, 2011 Fréttir : Þorsteinn frá Hamri gefinn út í Þýskalandi

Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri.

Nánar

30. júní, 2011 Fréttir : Ferðaþjónustan gengur til liðs við Sögueyjuna

Katla Travel og Sögueyjan Ísland hafa undirritað samning um aðkomu ferðaskrifstofunnar að þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Nánar

29. júní, 2011 Fréttir : Á Njáluslóð

Ferðaskrifstofan Riding Iceland skipuleggur hestaferðir um söguslóðir Njálu. „Öll okkar sem vorum í þessari ferð eigum eftir að lesa söguna allt öðruvísi héðan í frá,“ segir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og fararstjóri.

Nánar

23. júní, 2011 Fréttir : Sögueyjan og Actavis gera samstarfssamning

Á fundi með fulltrúum fjölmiðla í morgun var kynntur umfangsmikill samstarfssamningur Sögueyjunnar og Actavis.

Nánar

22. júní, 2011 Fréttir : Blóðdropinn til Yrsu

Yrsa Sigurðardóttir hreppti Blóðdropann, bókmenntaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir hrollvekjuna Ég man þig. Bókin verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2011.

Nánar

17. júní, 2011 Fréttir : Íslensk barnabókahátíð í Köln

Þann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum borgarinnar næstu tvær vikurnar.

Nánar

8. júní, 2011 Fréttir : Dagur íslenskrar ljóðlistar

8. júní var haldinn

Dagur íslenskrar ljóðlistar“ í tíu bókmenntahúsum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss með fjölbreyttri dagskrá þar sem íslensk skáld munu lesa víða.

Nánar

7. júní, 2011 Fréttir : Blaðamannafundur í Frankfurt

Menningardagskrá Sögueyjunnar á Bókasýningunni í Frankfurt kynnt fyrir þýskum blaðamönnum.

Nánar

26. maí, 2011 Fréttir : Íslenskar bókmenntir í Peking

Íslenskar bókmenntir voru í fyrirrúmi á fundi með Pekingháskóla þar sem heiðursþátttaka Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt var kynnt.

Nánar

25. maí, 2011 Fréttir : „Bændur flugust á“ á Listahátíð

Ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistarsýningin „Bændur flugust á“ á Listahátíð í Reykjavík. Sex listamenn velta fyrir sér sagnaarfinum og þjóðardrambi Íslendinga í Tjarnarbíói.

Nánar

19. maí, 2011 Fréttir : Nýr íslenskur kvikmyndavefur

Nýr íslenskur vefur, Icelandic Cinema Online, opnar formlega 23.maí. Hann leggur áherslu á fjölbreytt íslenskt kvikmyndaefni, bíómyndir, heimildarmyndir, sjónvarpsþætti og stuttmyndir.

Nánar

19. maí, 2011 Fréttir : Listin borin alla leið

Icelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust.

Nánar

16. maí, 2011 Fréttir : Steinunn Sigurðardóttir á frönsku

Steinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi.

Nánar

16. maí, 2011 Fréttir : Afleggjarinn verðlaunaður

Skáldsagan Afleggjarinn, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hlaut nýlega kanadísku bókmenntaverðlaunin Prix des libraires du Québec sem besta erlenda skáldsagan.

Nánar
Síða 35 af 44

Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir