Fréttir (Síða 36)
Fyrirsagnalisti
Listin borin alla leið
Icelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust.
NánarSteinunn Sigurðardóttir á frönsku
Steinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi.
NánarAfleggjarinn verðlaunaður
Skáldsagan Afleggjarinn, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hlaut nýlega kanadísku bókmenntaverðlaunin Prix des libraires du Québec sem besta erlenda skáldsagan.
NánarRökkurbýsnir í TLS
Rithöfundurinn Sjón stenst samanburð við sjálft Nóbelsskáldið Halldór Laxness samkvæmt nýlegum ritdómi um Rökkurbýsnir í Times Literary Supplement.
Crepusculum Gabríelu
„Þetta er eins og að handleika múmíur frá British Museum. Þetta eru sálnahulstur, sem urðu til á ákveðnum tíma í Íslandssögunni,“ segir Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður um sýningu sína Crepusculum í Frankfurt í september.
Þór á hvíta tjaldinu
Þrumuguðinn Þór, eitt lífseigasta goð heiðninnar, fer mikinn í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Hann er í aðalhlutverki í fyrsta Hollywoodtrylli sumarsins og í dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar Þór í heljargreipum.
NánarGluggi til Færeyja
Sögueyjan Ísland hefur, í samvinnu við færeyska rithöfunda og útgefendur og með stuðningi færeyska menntamálaráðuneytisins, ákveðið að opna á vefsíðunni glugga til færeyskra bókmennta.
Gyrðir fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.
NánarVinningshafar á leið til Frankfurt
Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í „Komdu með til Frankfurt“. Þrír heppnir þátttakendur fengu ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.
NánarÖll verk Laxness á þýsku
16 bækur eftir Halldór Laxness gefnar út í Þýskalandi í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. Ný kynslóð Þjóðverja kynnist Nóbelsskáldinu.
NánarKomdu með til Frankfurt
Nú fer hver að verða síðastur til að senda bókasafnið sitt til Frankfurt og fá tækifæri til að verða hluti af stærstu bókasýningu heims.
Þýskir gagnrýnendur hrífast af Rökkurbýsnum
Rökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.
NánarFyrirboði þess sem koma skal
Nýútkomnar bækur fimm íslenskra höfunda á þýsku trekkja að í Leipzig og víðar. Jákvæð viðbrögð gesta á bókasýningunni í Leipzig.
NánarFjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í fimmta sinn þann 20. mars í Iðnó. Um hundrað gestir sóttu hátíðina í þetta skiptið.
Norðurlönd í heiðurssæti á bókamessunni í París
Bókamessan í París verður haldin í 31. sinn dagana 18.-21. mars. Átta íslenskir rithöfundar fylgja þar eftir nýútkomnum verkum sínum á frönsku.
Fjölbreytileiki heimilisbókasafna
„Þetta er algerlega frábært verkefni,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Eymundsson, um verkefnið „Komdu með til Frankfurt“ sem haldið er á vegum Sagenhaftes Island.
Nánar